Til baka ör

Skráning hjá Já og meðferð persónuupplýsinga

Hjá Já fer fram söfnun og vinnsla á persónuupplýsingum í tengslum við skráningu einstaklinga í miðla Já. Þær upplýsingar sem óskað er eftir við skráningu í miðla Já eru nauðsynlegar til að uppfylla þjónustu við viðskiptavini og er vinnslan því heimil á grundvelli samnings.

Já hf., Lynghálsi 4, 110 Reykjavík, er ábyrgðaraðili þegar kemur að vinnslu upplýsinganna en spurningum og ábendingum má koma á framfæri hér: ja@ja.is.

Upplýsingarnar eru aðeins vistaðar persónugreinanlegar í gagnagrunni Já svo lengi sem viðskiptavinir óska eftir en eytt eigi síðar en 90 dögum eftir að þeir eru skráðir úr þjónustunni. Upplýsingum um látna einstaklinga er eytt eigi síðar en 90 dögum eftir að skráning þeirra er óvirk í þjóðskrá.

Vinnslu- og stoðþjónustuaðilar varðandi reikningagerð tengda skráningum fá aðgang að nauðsynlegum upplýsingum skv. vinnslusamningum. Já miðlar einnig áfram skráningum einstaklinga í miðlum Já í gegnum API þjónustu (Gagnatorg) eða kaup á einstökum listum til aðila sem kaupa þá þjónustu.

Öryggi gagna er tryggt til hins ítrasta sbr. öryggisstefnu fyrirtækisins.  

Lög um persónuvernd tryggja rétt þinn til aðgangs, leiðréttingar, eyðingar eða takmörkunar vinnslu persónuupplýsinga er varða þig, rétt þinn til andmæla og til flutnings á eigin gögnum með fyrirvörum skv. lögum. Þau tryggja einnig rétt þinn til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar teljir þú á einhvern hátt brotið á rétti þínum við vinnslu persónuupplýsinga. Já hefur á að skipa óháðum persónuverndarfulltrúa með sérþekkingu á lögum og lagaframkvæmd á sviði persónuverndar til að tryggja faglega vernd persónuupplýsinga. Nánari upplýsingar má sjá í persónuverndarstefnu Já.