Já logo

Já er svarið

Já einfaldar fólki lífið með tilveru sinni. Í hverri viku nota yfir 200 þúsund manns á aldrinum 12-80 ára miðla Já til finna fólk og fyrirtæki og besta verðið í íslenskum vefverslunum. 

Starfsfólk

Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks með sameiginleg markmið um að hjá okkur geti landsmenn fundið símanúmer, heimilisföng, afgreiðslutíma, bestu leiðina og besta vöruverðið – í raun allt sem fólk þarf til að eiga samskipti og viðskipti, bæði á netinu og í raunheimum.

Já.is appið

Með Já.is appinu finnur þú fólk og fyrirtæki á Íslandi og besta verðið í íslenskum vefverslunum. Í appinu er nafnabirtir sem sýnir upplýsingar um þann sem hringir áður en símtali er svarað.

Vöruleit Já.is

Í vöruleit Já.is finnur þú besta verðið í 800 íslenskum vefverslunum. Þú getur búið til óskalista með þínum uppáhalds vörum, deilt honum með vinum og vandamönnum eða sett hann í verðvakt og fengið tilkynningu þegar verð lækkar.

Kort

Kortavefur Já inniheldur vegvísun fyrir akandi, gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt 360° götumyndum.

Finndu þína leið!

Gagnatorg

Upplýsingar úr símaskrá, þjóðskrá og fyrirtækjaskrá eru aðgengilegar í gegnum API þjónustu á Gagnatorgi Já. Við bjóðum 30 daga prufuaðgang til fyrirtækja sem vilja máta þjónustuna við sínar þarfir.

1818

Í símanúmerinu 1818 aðstoða þjónustufulltrúar þig við að finna símanúmer, heimilisföng, opnunartíma og svör við nánast öllu milli himins og jarðar.