Reikninga ber að greiða á eindaga. Reikningar skulu sendir samningsaðilum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra samningsaðila sem þess hafa óskað.
Eindagi reikninga er minnst 30 dögum eftir útgáfudag. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal samningsaðili greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir skv.1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með eindaga til greiðsludags.
Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.
Óskir þú eftir frekari upplýsingum um reikninga vegna skráninga hjá Já er bent á skrifstofu Já í síma 522 3200 eða senda tölvupóst á ja@ja.is.
Í töflunni hér að neðan má sjá innheimtuferli Inkasso fyrir Já.