Skilmálar þessir taka til aðgangs að Já Gagnatorgi, sem veitir þjónustukaupanda aðgang að upplýsingum úr Þjóðskrá og/eða Fyrirtækjaskrá í samræmi við skilmála samnings þessa, sbr. meðal annars 3. gr. samningsins. Með samþykki sínu („haki“) staðfestir þjónustukaupandi að hann hafi lesið skilmálana, kynnt sér efni þeirra til hlítar og samþykki þá í einu og öllu. Já annast eingöngu miðlun upplýsinga úr þjóð- og fyrirtækjaskrá, að því marki sem slíkt er heimilt á grundvelli samnings á milli Já og Þjóðskrár og/eða Ríkisskattstjóra annars vegar, og á grundvelli samnings á milli þjónustukaupanda og Þjóðskrár og/eða Ríkisskattstjóra hins vegar. Já annast þannig hvorki vinnslu upplýsinga né ber nokkra ábyrgð á inntaki þeirra. Já ber jafnframt enga ábyrgð, hverju nafni sem nefnist, á hvers konar skyldum Þjóðskrár og/eða Ríkisskattstjóra gagnvart þjónustukaupanda á grundvelli samnings þeirra í millum.
Skoðunaraðgangur þjónustukaupanda tekur m.a. til eftirfarandi upplýsinga, en hvaða upplýsingum þjónustukaupandi hefur aðgang að veltur á þeim samningi sem þjónustukaupandi hefur gert við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra.
Nafn einstaklings
Kennitala
Lögheimili
Póstnúmer
Póststöð
Bannmerking
Nafn og póstfang umboðsmanns
Fjölskyldunúmer
Kyn
Hjúskaparstaða
Kennitala maka
Lögheimiliskóði
Nafnnúmer
Ríkisfang
Fæðingarstaður
Fæðingardagur
Lögheimiliskóði 1.12 sl.
Dags. Nýskráningar
Síðasta lögheimili á Íslandi
Nýr á skrá
Afdrif
Dags. Síðustu breytinga
Dags. Nýskráningar
Ríkisfang
Kyn
Nafn
Kennitala
Heimilisfang
Sveitarfélag
Sveitarfélag lögheimilis
Rekstrarform
Kennitala forsvarsmanns
Dags. síðustu breytingar á skráningu fyrirtækis
Virðisaukaskattsnúmer
Dagsetningu nýskráningar
Tegund starfsemi
Íslensk atvinnugreinaflokkun (ÍSAT númer og heiti)
Dags. brottfellingar
Kennitala/nafn ef breyting hefur orðið
Nafn einstaklings
Kennitala
Lögheimili við andlát
Sveitarfélag
Andlátsdagur
Kyn
Hjúskaparstaða
Kennitala maka
Afdrif
Nafnnúmer
Gata og hús
Nafn einstaklings
Kennitala
Dvalarstaður/götuheiti
Póstnúmer
Póststöð dvalarstaðar
Sveitarfélag
Kennitölubeiðandi
Nafn rétthafa
Starfsheiti*
Heimilisfang*
Símanúmer
Kennitala*
Póstnúmer*
Bannmerking ef við á*
Veffang*
Netfang*
Samfélagsmiðlar*
Opnunartími fyrirtækja*
Stjörnugjöf fyrirtækja*
Einkvæmt auðkenni*
Kortahnit rétthafa númera*
Korta preview myndir*
360° preview myndir*
*Stjörnumerktar upplýsingar, þ.á m. kennitölur, eru ekki innifaldar í Grunnþjónustu.
Þjónustukaupanda er skylt að gera samning við Þjóðskrá Íslands og/eða Ríkisskattstjóra um rafræn afnot af þjóðskrá og/eða fyrirtækjaskrá áður en miðlun getur hafist. Hafi þjónustukaupandi þegar gildan samning við Þjóðskrá Íslands og/eða Ríkisskattstjóra um rafræn afnot af skránum þarf þjónustukaupandi ekki að gera nýjan samning. Aðgangur þjónustukaupanda að upplýsingum, sbr. 2. gr. samningsins, og hvers konar úrvinnsla þeirra, er háð samningum þjónustukaupanda við Þjóðskrá og/eða Ríkisskattstjóra og gildandi lögum hverju sinni. Þjónustukaupanda er þannig skylt að fara eftir þeim samningum og skilmálum sem Þjóðskrá Íslands og/eða Ríkisskattstjóri setja um notkun, þ.m.t. vinnslu og meðferð, á þeim skrám sem miðlað er til þjónustukaupanda. Aðgangur þjónustukaupanda að upplýsingum úr gagnagrunni Já („Gagnagrunni Já“), sbr. 2. gr. samningsins, er eingöngu til einkanota, án tillits til hvort upplýsingarnar eru fengnar beint frá Já eða í gegnum endursöluaðila. Hvers konar eintakagerð, miðlun og vinnsla upplýsinganna úr hendi þjónustukaupanda er óheimil nema með skriflegu leyfi Já. Þjónustukaupanda er meðal annars óheimilt, án skriflegs samþykkis Já, að (a) afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á Gagnagrunni Já, (b) vendismíða, afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða Gagnagrunns Já, (c) nota Gagnagrunn Já á þann hátt að veittur sé aðgangur með fjöldaniðurhali að upplýsingum úr Gagnagrunninum, (d) nota Gagnagrunn Já að hluta eða í heild til samnýtingar með öðrum vörum og/eða forritum, þ.m.t. leiðsögutækjum og smáforritum, og (e) nota Gagnagrunn Já til að útbúa gagnagrunna, t.d. af stöðum eða öðrum skráningum. Þjónustukaupanda er kunnugt um og viðurkennir skilyrðislaust að Gagnagrunnur Já njóti verndar sem verk samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972, sbr. meðal annars 6. og 50. gr. laganna. Þjónustukaupanda er eins ljóst að Gagnagrunnur Já kann að geyma höfundaréttarlega varið efni sem er verndað samkvæmt almennum rétti höfundaréttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á réttindum, þ.m.t. höfundarétti, frá einum samningsaðila til annars. Þjónustukaupanda er ljóst að tilgreindar upplýsingar úr Gagnagrunni Já og meðferð þeirra geta notið verndar sem persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þjónustukaupandi hefur upplýst að notkun persónuupplýsinga, taki aðgangurinn til slíkra upplýsinga, sbr. 2. gr. samningsins, sé í málefnalegum tilgangi og nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu og fullnægi að öðru leyti skilyrðum 8. gr. laga nr. 90/2018, sbr. og 9. gr. laga nr. 90/2018. Er aðgangur þjónustukaupanda að upplýsingum veittur á þeirri forsendu og ber þjónustukaupandi ábyrgð á því að öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög nr. 90/2018, með síðari breytingum, og samning þjónustukaupanda við Þjóðskrá og/eða Ríkisskattstjóra.
Þjónustukaupandi undirgengst að Já veiti Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra aðgang að upplýsingum um þjónustukaupanda, þ.e. [●], ásamt mánaðarlegu yfirliti á notkun hans á þeim skrám sem miðlað er til hans. Yfirlitin eru meðhöndluð sem trúnaðargögn. Þjónustukaupandi undirgengst að fara eftir siðareglum Já um heiðarlega viðskiptahætti, heiðarlega og sanngjarna framkomu við viðskiptavini og að upplýsingar úr Gagnagrunni Já verði aldrei notaðar með þeim hætti að misboðið geti almenningi eða öðrum þeim sem skráðir eru í Gagnagrunn Já. Þjónustukaupandi undirgengst að upplýsingatækniöryggi þjónustukaupanda sé fullnægjandi. Þjónustukaupandi undirgengst að fylgja í hvívetna lögum nr. 81/2003 um fjarskipti, þ.m.t. 46. gr. laganna um óumbeðin fjarskipti, og lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. sbr. jafnframt 3. gr. samnings þessa.
Um vanefndir og vanefndaúrræði fer eftir almennum reglum kröfuréttar, sbr. þó 2. og 3. mgr. Þrátt fyrir 1. mgr. skal skaðabótaréttur hvors samningsaðila ætíð bundinn við beint tjón. Óbeint tjón, þ.á m. samningshagsmunatjón, fæst því ekki bætt. Framangreind ábyrgðartakmörkun á ekki við sé brotið gegn trúnaðarákvæði 6. gr. Ekki getur komið til bótaskyldu úr hendi Já vegna niðritíma né vegna áreiðanleika upplýsinga, sbr. einnig hér 2. mgr. 1. gr.
Gæta skal fyllsta trúnaðar um öll gögn og upplýsingar er skilmálarnir taka til. Aðilar skuldbinda sig meðal annars til að gæta fyllsta trúnaðar um hvers konar gögn og upplýsingar mótteknum frá gagnaðila, þ.m.t. upplýsingum um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður gagnaðila, og aðrar aðstæður varðandi rekstur, viðskipti eða atriði sem ætla má að teljist til trúnaðarupplýsinga. Trúnaðarskyldan gildir áfram eftir að notkun á þjónustunni lýkur.
Komi upp ágreiningsefni, sem ekki tekst að leysa úr, skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.