Já einfaldar fólki lífið með tilveru sinni. Í hverri viku nota yfir 200 þúsund manns á aldrinum 12-80 ára miðla Já til finna fólk og fyrirtæki og besta verðið í íslenskum vefverslunum.
Á Mitt Já stjórna einstaklingar og fyrirtæki eigin upplýsingum og ásýnd á Já.is.
Fyrirtæki í ásýndarpökkum fá að auki aðgang að ítarlegu mælarborði sem sýnir tölfræðilegan árangur í miðlum Já, t.d. fjölda leita, birtinga og smella.
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks með sameiginleg markmið um að hjá okkur geti landsmenn fundið símanúmer, heimilisföng, afgreiðslutíma, bestu leiðina og besta vöruverðið – í raun allt sem fólk þarf til að eiga samskipti og viðskipti, bæði á netinu og í raunheimum.
Með Já.is appinu finnur þú fólk og fyrirtæki á Íslandi og besta verðið í íslenskum vefverslunum. Í appinu er nafnabirtir sem sýnir upplýsingar um þann sem hringir áður en símtali er svarað.
Í vöruleit Já.is finnur þú besta verðið í 800 íslenskum vefverslunum. Þú getur búið til óskalista með þínum uppáhalds vörum, deilt honum með vinum og vandamönnum eða sett hann í verðvakt og fengið tilkynningu þegar verð lækkar.
Á kortavef Já finnur þú fólk, fyrirtæki og veðurspá frá Veðurstofu Íslands. Vefurinn inniheldur vegvísun fyrir akandi, gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt 360° götumyndum.
Upplýsingar úr símaskrá, þjóðskrá og fyrirtækjaskrá eru aðgengilegar í gegnum API þjónustu á Gagnatorgi Já. Við bjóðum 30 daga prufuaðgang til fyrirtækja sem vilja máta þjónustuna við sínar þarfir.
Í símanúmerinu 1818 aðstoða þjónustufulltrúar þig við að finna símanúmer, heimilisföng, opnunartíma og svör við nánast öllu milli himins og jarðar.