Til baka ör

Miðlun skráningarupplýsinga

Já veitir fyrirtækjum vefþjónustu sem einfaldar þeim aðgengi að upplýsingum. Með samþykki einstaklings verður skráningarupplýsingum viðkomandi ásamt kennitölu mögulega miðlað til þessara þriðju aðila. Þeir aðilar eru þá sjálfstæðir ábyrgðaraðilar varðandi þá vinnslu upplýsinga sem fer fram á þeirra vegum, svo sem í tengslum við markaðsstarfsemi. Ýmist er um að ræða miðlun upplýsinga gegnum tækniþjónustu sem nefnist Gagnatorg eða samkeyrslu gagnagrunns Já við kennitölulista frá þriðju aðilum.