Til baka ör

Jafnlaunastefna

Já hf. skuldbindur sig til að ákvarða laun starfsfólks óháð kyni þess. Laun eru ákvörðuð út frá umfangi og eðli starfa þar sem farið er eftir viðmiðum og verklagi sem hefur verið skjalfest og innleitt í jafnlaunakerfi fyrirtækisins. Leitast er við að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni í samræmi við gildandi lög og aðrar kröfur.

Já hf. skuldbindur sig til að viðhalda jafnlaunakerfinu, bæta stöðugt virkni þess, sinna eftirliti og umbótum og bregðast við eftir þörfum. Fyrirtækið skuldbindur sig einnig til að skapa umgjörð til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið. Jafnlaunastefnan er kynnt starfsfólki og aðgengileg almenningi.