Já áskilur sér rétt til að hafna beiðni um leitarorð eða skráningu ef líkur eru á að skráningin samræmist ekki lögum.
Skráningar fyrirtækja og allt efni sem birt er frá auglýsendum á Já.is, þar með talið myndefni er þó ávallt á ábyrgð auglýsenda.
Auglýsendur eru sjálfir ábyrgir fyrir þeim leitarorðum/skráningum sem þeir velja og fyrir því tjóni sem leiða kann af því að auglýsingar eða notkun leitarorða/skráning samræmist ekki lögum. Já ber enga ábyrgð á slíku tjóni, hvort heldur beinu eða afleiddu, og tekur ekki afstöðu til þeirra ágreiningsmála sem upp kunna að koma vegna þeirra auglýsinga og leitarorða sem þegar hafa fengið birtingu á Já.is.
Já mun að jafnaði ekki hlutast til um breytingar á auglýsingum eða leitarorðum sem fengið hafa birtingu á Já.is nema að fengnum fyrirmælum frá þar til bærum stjórnvöldum eða á grundvelli dómsúrskurða. Um takmörkun ábyrgðar Já sem milligönguaðila gilda að öðru leyti ákvæði V. kafla laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.